Réttindabaráttan mikla

Það þótti tíðindum sæta í gær þegar nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti stóðu fyrir hópskrópi, gengu um ganga, börðu bumbur og voru í baráttuhug. Að auki blandaðist Gettu betur lið skólans í málið og hótaði að hætta keppni.
Mér datt fyrst í hug að nemendur hefðu fengið nóg af niðurskurði og sparnaði, vildu fá meira út úr náminu, hugsanlega efla bókasafn og tölvukost, því allt eru þetta mál sem ættu að brenna á ungu hugsjónafólki sem á að erfa landið og taka við völdum.

Svo reyndist þó ekki vera.
Baráttumál unga fólksins var að fá að aka í rútu til Selfoss, detta rækilega í það og gista á hóteli.

Mér líst vel á framtíðina meðan unga fólkinu svellur þessi móður.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Réttindabaráttan mikla

  1. Skv. nýju framhaldsskólalögunum eiga foreldraráð að vera starfandi við alla framhaldsskóla. Ég sá hvergi gerða tilraun til að tala við foreldraráð FB og hvaða skoðun ráðsmenn og konur hafa á málinu.
    En ég tek undir með þér að maður þarf ekki að kvíða framtíðinni fyrst næstu kynslóðir eru með forgangsröðina á hreinu.

  2. Spurning hvort stefnt er að því hjá þessu baráttufólki fyrir bættri framtíð að halda landsbyggðinni í byggð eða leggja hana í rúst. Það kemur væntanlega í ljós í veislunni í Hnakkabyggð.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s