Beðið eftir gleðihúsi

Undanfarin mánudagskvöld hefur Stephen (Stefán) Fry kynnt okkur Bandaríkin frá sínum sjónarhóli. Það gefur auga leið að þegar eknir eru 6000 kílómetrar og farið um fjögur fylki í einum þætti, svo dæmi sé tekið, verður að velja af kostgæfni það sem athyglisvert má telja. Þannig er ógleymanleg heimsókn Stefáns á líkbúgarðinn þar sem rotnandi lík á ýmsum þroskastigum lágu hist og her. Þarna gaf hann sér góðan tíma og aðeins vantaði odorama fyrir áhorfendur.

Í hraðferðarþætti gærkvöldsins gaf hann sér tíma til að heimsækja Mustang-búgarðinn í Nevöðu. Í þessu fylki eru viðskipti með kynlíf lögleg og þótt Stefán sé meira upp á karlhöndina, sat hann drjúga stund á tali við fáklædda stúlku sem fannst undur gaman í vinnunni sinni og var ekki á þeim buxunum að hætta störfum, þótt hún myndi festa ráð sitt.

Eftir þessa skemmtilegu og jákvæðu mynd af starfi gleðikvenna, sáu áhorfendur hina hliðina á þessari starfsemi í sakamálaþætti kvöldsins. Þar voru stúlkur neyddar til þessara starfa, barðar og drepnar. Vel hefði farið á því að sjá Stefán stjákla þar með hljóðnema og taka telpur tali.

Nú vill svo til að Lynghálsbændur luma á þáttaröð um gleðihús.
Nokkrum sinnum hefur þessi syrpa frá HBO verið sett á dagskrá en jafnharðan frestað. Geisladiskar eru fyrirliggjandi og þýðendur hafa fengið handritin. Aðeins vantar fyrirmæli að hefjast handa. Hugsanlega strandar þetta á sýningartímanum. En eftir þema gærkvöldsins á RÚV hlýtur að draga til tíðinda á Lynghálsi.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Beðið eftir gleðihúsi

  1. Það sást hins vegar í heimsókninni á gleðihúsið hvaðan hugmyndin um þemaherbergin á Hótel Rangá er fengin!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.