Kosningar í Stjörnuleit

Stöð 2 sýnir bandarísku Stjörnuleitina og nú er komið að beinum útsendingum í Kanans landi og kosningum áhorfenda. Símtöl eru ókeypis með fastlínusímum en ég er ekki viss hvort er rukkað fyrir farsíma eða SMS. Gæti kostað nokkur sent. Það skiptir ekki höfuðmáli í þessu samhengi. Ekki hefur farið fram hjá dyggum áhorfendum hve atkvæðunum hefur fjölgað um leið og áhorf hefur minnkað, miðað við 3 undanfarin ár. Ég man að fyrsta árið sem þetta var sýnt, þótti mikið að ná 24 milljónum atkvæða í úrslitaþættinum. Núna þykja 30 milljónir í venjulegum undanrásaþætti ekkert tiltökumál. Á þessu er skýring.
Vefsíðan VoteForTheWorst hefur lítið álit á Stjörnuleitinni og vill gjarna hafa áhrif á úrslitin. Fólk er hvatt til að kjósa versta flytjandann hverju sinni og bent er á ýmis hjálpartæki til þess, svo sem hugbúnaðar sem lætur tölvu hringja sjálfvirkt mörg hundruð sinnum í sama númerið. Þessu er lýst nákvæmlega hérna.
Hvort þetta beri einhvern árangur, skal ósagt látið. En margir hæfileikaríkir flytjendur sem fengu færri atkvæði en sigurvegararnir, hafa orðið vinsælir á eigin forsendum, án þess að falla í karaókífarið.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s