Fimm prósent

Þráinn Bertelsson ræddi við Bylgjufólk í morgun. Ýmis ummæli hans eru tilfærð hér og einnig er slóð á upptöku af viðtalinu. Margir hafa tjáð sig um þetta viðtal en best er að heyra það frá fyrstu hendi og láta ekki álitshamra villa sér sýn.
Ef allir sem mynda sér skoðun á málum án þess að kynna sér þau, nota sleggjudóma, fordóma, alhæfingar og aulahúmor í rökstuðningi sínum, eru fábjánar, er vel mögulegt að þessi tala sé hærri. Óformlega talningu má gera á umræðusvæðum á Netinu, moggablogginu og fésbókinni. Sjá má fólk sem langar mikið til að mótmæla Þráni en finnur engin rök og lætur sér nægja að segja: Ég er fábjáni.

Einu sinni heyrði ég sögu af bræðrum sem rifust drjúga stund í glasaboði um hjartans mál annars þeirra. Ekki fylgir sögunni hvað það var en til greina kemur ágæti enskra knattspyrnuliða, hundahald í þéttbýli, Æseif eða utanvegaakstur jeppamanna. Þegar annan þraut rök, stóð hann um stund sveittur og rjóður af bræði og orgaði síðan svo allir heyrðu: Eiríkur! Þú ert hommi!!

Þetta þótti viðstöddum góð niðurstaða.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Fimm prósent

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.