Juugo-pýramídinn

Við fyrstu hlustun og lestur hljómar Juugo sannfærandi. Auðvitað vilja flestir verða ríkir, helst fyrirhafnarlaust eins og dæmin sanna.
Þegar öll skrúðyrðin hafa verið dregin frá, stendur eftir að byrjunarpakkinn kostar 299 evrur eða um 50 þúsund krónur. Í honum er þetta:
– Priority Pass™ Card
– Towah™ Prepaid MasterCard
– Towah™ e-Wallet
– Towah™ Prepaid Phone Service
– Virtual Office
– Replicated Web Pages
– Personal Splash Page

Hvergi er að finna upplýsingar um hvað á að selja, annað en þennan pakka. Þrátt fyrir ítrekaðar fullyrðingar um gróða er það morgunljóst að þeir sem byrja, græða mest og þeir sem koma síðastir inn, tapa sínu framlagi. Juugo er tiltölulega nýstofnað fyrirtæki, tæplega hálfs árs, og merkilegt er að sjá hvað margir Íslendingar eru skráðir dreifendur á heimasíðunni. Ekki missir sá sem fyrstur fær að græða. Netleit sýnir að þarna eru þekktir svindlarar á ferðinni.
Ef þetta er ekki Ponzi-svikamylla, þá skal ég snæða hattinn minn.

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Juugo-pýramídinn

 1. Ég lét bæta mér í grúppuna og henti þessum pistli þar inn og bað um mótsvar. Engin viðbrögð frekar en ég átti von á og þú mátt alveg vera með þennan hatt á hausnum áfram. Hann fer þér bara vel.

 2. Og í þeim töluðu orðum kom svar…
  það er svona:

  Er ekki alltaf vondir sauðir í hópnum ,,

  Það fá allir ferðaafslætti , og það fá allir greitt strax ,,

  Þannig að ,, þú mátt kalla þetta pýramíta ,, enn

  Hvað eru bankarnir hérna á íslandi ,, eru það ekki pýramítar,,
  sem sagt ,, stórukarlanir ,,

  Enn þeir sem byrja að vinna í verslun og vinna á kassa ,,,

  Eru það ekki pýramítar og höfuð karlarnir ,, ekki satt efsti toppurinn sem getur hækkað mjólkina um krónu því honum langar í rosa flottan jeppa

  Enn þetta er Bara klúbbur , búið að endur bæta og einfalda og gera þetta léttara fyrir hvern og einn .

  Þú borgar bara eitt gjald að vera með í klúbbnum .

  Enn ef þú skráir þig í Golfklúbb , eða eitthverns konar klúbb þarftu að borga árskgald er það ekki . 😉

  þarna þarftu bara borga eitt gjald og aldrei meira
  Og færð alla þessa kosti í staðinn .

 3. Bakvísun: Svikamyllur ársins 2011 « Málbeinið

 4. Juugo er snilld! Besti klúbbur sem ég hef nokkurntímann skráð mig inn í. Ég hef notist góðst af kortunum og ekki verra að fá greitt inn á þau eftir að hafa verið í klúbbnum í smá tíma og lagt smá vinnu í þetta. Engin mánaðargjöld, ársgjöld og svoleiðis kjaftæði.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s