Um ævintýri Eiðs og bekkham hans

Um ævintýri Eiðs Smára í landsleiksfríinu.

Einvalaflokkur valinn var
í víkingaferð um daginn
færri en vildu fengu þar
að fara í Kýpverjaslaginn.

Þjálfarinn vildi auðvitað Eið
-æstur símtólið grípur
og biður hann strax að leggja leið
frá Lundúnaborg til Kýpur.

Eiður Smári var eitthvað sloj
-eins og títt er um sila
og fannst þetta alltof mikið moj
að mæta og verða að spila.

Úti á velli oft er skítt
og óþægilegt í trekknum
Inni í skýli er öllum hlýtt.
Eiður situr á bekknum.

Því vildi Eiður fríið fá
-ferðinni hefur kviðið-
æfa af kappi og komast þá
kannski í byrjunarliðið.

Ekki er lítið lið í þeim
sem langar sæti að hreppa
-en Eiður þurfti að hendast heim
og hitta Audda og Sveppa.

Heima er miklu meira fjör
móhító kátur pantar
Þorstanum svalar Eiður ör
aldrei í glasið vantar.

Fluginu síðan með naumindum nær
nóttin var fljót að líða
Á æfingu staulast Eiður glær
eftir sér lætur bíða.

Margir eiga sér mikinn draum
metnaður á þá kallar.
Aðrir leita í glasaglaum
og gleðina utan vallar.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.