Spurning í Gettu betur

Leikrit í þremur þáttum: Í hléum eru tónlistaratriði.

Spyrill: Hvernig er staðan?
ÁE: 29 -14 en það eru 11 stig í pottinum og allt getur gerst.
Spyrill: Jæja, strákar mínir. Þá er komið að 10. bjölluspurningu. Byrjum á gömlu húsi. Það var reist seint á nítjándu öld úr innfluttum harðviði sem hingað kom með dönsku kaupskipi og var viðurinn ferjaður í land á þremur sexæringum. Skipstjórinn hét Jens Pedersen, ættaður frá Hvidovre (keppendur hamast við að skrifa).
Í þessu húsi hafa búið… (hér er sleppt hálfrar mínútu lestri um fræga karlmenn sem bjuggu í húsinu á 20. öld) og kona hans. (Bjölluhljómur)
Lið A: Er þetta Alþingishúsið?
Spyrill: Þið segið Alþingishúsið (lítur spyrjandi á dómarann sem flettir blöðum í óðaönn og hristir höfuðið). Við höldum áfram með spurninguna.
Í þessu húsi leigði Páll Óskar eitt sinn íbúð á annarri hæð til hægri. Við spyrjum: Hvað heitir þriðja lagið á fjórðu plötu hans?
Lið B: Var ekki spurt um hús?
Spyrill: Nei.
Lið B: Fjólublátt ljós við barinn?
Spyrill: Þetta, strákar mínir, er rétt svar.
Dómari: Þess má reyndar geta til gamans, að systir hans, Sigrún Hjálmtýsdóttir, sem er þekkt söngkona, heimsótti Pál oft meðan hann bjó þarna. En við vorum ekki að spyrja um hana í þetta sinn.
Fylgismenn liðsins taka við sér og hrópa ógreinilegan og hálfrímaðan texta og klappa ákaflega á eftir.

Spennan er óbærileg.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Spurning í Gettu betur

  1. Þetta er náttúrulega enn meiri skandall en nokkurn hefði grunað, því þriðja lagið á fjórðu plötu hans heitir sko Better be good og PÓH söng barasta alls ekki Fjólublátt ljós við barinn. Það verður að kæra þetta helvíti.

  2. Bakvísun: Kynlegur kvóti | Málbeinið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s