Að sækja gosið yfir lækinn

c3beorsmork-041Ég var í Þórsmörk í gær í góðum hópi sem gekk frá Básum upp á Morinsheiði til að skoða gos og hraunfossa. Þarna hafði ég aldrei komið áður og fannst gönguleiðin tilkomumikil en hún er ekki fyrir lofthrædda eins og örnefnin bera með sér.
Uppi á heiðinni stóðu vaskir björgunarsveitarmenn vörð við Heljarkamb og hleyptu engum upp Bröttufannarfell, en af brún þess hefði sést ágætlega yfir eldstöðvarnar í þessari hagstæðu vindátt. Þar með fékk hópurinn ekkert gos fyrir gönguna, aðeins reykinn af réttunum, því gosið var með minnsta móti þennan dag og ekki bifaðist hraunið þar sem það hafði runnið niður í gljúfrin tvö. Í góðu hraunrennsli er heiðin langbesti staðurinn. Þrátt fyrir það var enginn barlómur í fólki, enda engin ástæða til þess.
Klukkan var orðin sex þegar við komum niður að Strákagili og þá var stór hópur á leiðinni upp. Ekki hefði ég viljað vera í þeirra sporum að paufast þessa leið í myrkrinu um ellefuleytið í gærkvöldi.

Eftir nestisát í Langadal var klukkan að verða átta og við gengum af stað upp á Valahnúk, sem er fyrir ofan skálann. Stutt og þægileg ganga.
Eftir stundarfjórðungsrölt blöstu eldstöðvarnar við í allri sinni dýrð. Nú var tekið að skyggja og það eru bestu skilyrðin til að horfa á gosið. Þetta sama höfðu hundruð bílstjóra hugsað því bílaröðin var nær óslitin inn alla Fljótshlíðina á 25 km kafla.

Niðurstaðan er því þessi: Það þarf ekki að eiga vélsleða eða tröllstóran fjallabíl til að aka uppeftir, eða borga 43.200 fyrir þyrluflugferð. Það nægir að koma sér inn í Þórsmörk seinnipart dags og ganga á Valahnjúk. Þetta er leið sem hentar allri fjölskyldunni. Þarna er besta útsýnið.
Þeir sem hafa fyrir því ganga upp á Morinsheiði eiga að fá að fara upp á Bröttufannarfell ef vindáttin er rétt. Björgunarsveitarmennirnir geta alveg eins staðið vörð þar eins og við Heljarkamb.
Viðbót: Þessi mynd er fengin af bloggi Haraldar Sigurðssonar gosfræðings.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Að sækja gosið yfir lækinn

  1. Björgunarsveitarmennirnir gera það sem þeim er sagt. Ég virði auðvitað fyrirmæli þeirra en hópum með fararstjóra má hleypa upp á fellið.

  2. Takk fyrir! Þetta er góðar og gagnlegar upplýsingar fyrir fólk eins og mig sem getur ekki af ýmsum ástæðum gengið upp á Morinsheiði (og á hvorki vélsleða né tröllabíl) en ætti að geta paufast upp á Valahnjúk í rólegheitunum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s