Villandi lýsingar

Fréttaflutningur prentmiðla í morgun af ferðalöngunum inn með Fljótshlíð var vægast sagt villandi.

„Ferðamennirnir þrír sem villtust á leið sinni að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi á páskadag…“ DV.
„Talið er að fólkið hafi farið að gosstöðvunum á Fimmvörðuhálsi snemma páskadagskvölds.“ Forsíða Mbl í dag.
„Urðu úti nærri gosstöðvunum“ Fréttablaðið í morgun.

Allar þessar frásagnir þykja mér einkennast af þekkingarskorti. Ég er ekki hundkunnugur þarna en hef farið nógu oft til að þekkja helstu kennileiti og leiðir.

Ekki er annað að sjá en þau hafi ekið inn Fljótshlíð. Þar með eru þau handan Markarfljóts, um 30 km í beina loftlínu frá gosstöðvunum. Mjög villandi er að segja þau hafa verið á leið þangað. Þetta má skoða nánar á korti á forsíðu Mbl í dag. Ljósmynd sem fylgir fréttinni virðist tekin ofan af Morinsheiði og sýnir m. a. Rjúpnafell, gefur því ekki rétta mynd af leitarsvæðinu, ekki frekar en frásagnir leitarmanna.
Á Icelandweatherreport, sem er blogg á ensku, segir í fyrirsögn frá fyrstu fórnarlömbum eldgossins. Þetta þykir mér ákaflega hæpin tenging og óábyrg.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.