Stungið í graftarkýli

„En þá er þess að gæta að formsatriði í málarekstri skipta oft meira máli en sjálfir málavextir í samfélagi þar sem réttur hins sterka, venjuréttur og rótgróin hefð um framgang laganna eru kjarni réttarvitundarinnar. Fátt sýnir betur þverbrestina í þjóðfélagsskipuninni en einmitt lögin og hin þunglamalega formfesta sem koma í veg fyrir að réttlætinu sé fullnægt. Lögin eru vettvangur lögvitringa (….og annarra fulltrúa yfirstéttarinnar) sem leika sér með þau eins og strákar í málfundafélagi. Þeir túlka þau og teygja að eigin vild með snjöllum ræðum á þingi þannig að allur almenningur ber ekkert skynbragð á hvort farið er að lögum eða ólögum. „

Ég staldraði við þessa klausu úr umfjöllun um Njáls sögu. Síðan las ég um eftirmála brennunnar, þar sem til stendur á þingi að sækja brennumenn til saka. Þórhallur Ásgrímsson, sem þá var talinn þriðji mesti lögmaður á Íslandi, er heima í búð sinni með mikið fótarmein og má sig hvergi hræra. Mörður Valgarðsson sækir málið og fer reglulega sendimaður til Þórhalls og leitar ráða. Þegar svo fer að lokum að Mörður klúðrar málinu, bregst Þórhallur svona við:

„En er hann heyrði þetta brá honum svo við að hann mátti eigi orði upp koma. Hann spratt þá upp úr rúminu og þreif tveim höndum spjótið Skarphéðinsnaut og rak í gegnum fótinn á sér. Var þar á holdið og kveisunaglinn á spjótinu því að hann skar út úr fætinum en blóðfossinn fellur og vogföllin svo að lækur féll eftir gólfinu. Hann gekk nú út úr búðinni óhaltur og fór svo hart að sendimaðurinn fékk ekki fylgt honum. Fer hann nú þar til er hann kemur til fimmtardómsins. Þar mætti hann Grími hinum rauða frænda Flosa og jafnskjótt sem þeir fundust lagði Þórhallur til hans spjótinu og kom í skjöldinn og klofnaði hann í sundur en spjótið hljóp í gegnum hann svo að oddurinn kom út á milli herðanna. Þórhallur kastaði honum dauðum af spjótinu.“

Svo gæti farið meðan árin líða og engum lögum verður komið yfir brennumenn vorra tíma, að einhverjir spretti upp og reki kveisunaglann út úr kýli reiði og gremju og beiti síðan vopnum að fornum sið.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Stungið í graftarkýli

  1. Það er það versta sem gerst getur, ef flestir þeir sem við vitum að eru sökudólgar, sleppa tæknilega hreinir og halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Af fyrstu viðbrögðum fólks sem bornir eru sökum í skýrslunni, óttast ég að æði margir ætli að reyna að sleppa þannig. Enginn virðist finna fyrir minnstu sómatilfinningu og samviskan er ótrúlega óvirk hjá þeim.
    Tilvitnun þín í Njálu gæti þá farið að eiga við.

    Eg held að við verðum að sætta okkur við hvernig þetta fólk er innrætt og beita það sömu aðferðum og notaðar voru til að koma Al Capone bak við rimlana. Neglum þessa drullusokka fyrir skattsvik.

  2. Alæltaf finnst mér yndislegt ef vitnað er í Njálu. Þó er eins og gleðin dvíni þegar menn misskilja hana. Hinn ágæti bloggari segir: „…einhverjir spretti upp og reki kveisunaglann í kýli reiði og gremju…“. Það var og. Hér er kveisunagli orðinn einhverskonar kýlasprengitittur þótt næsta augljóst sé af samhenginu að hjá Þórhalli kom téður kveisunagli innan úr ígerðinni. Kveisunagli er sem sé kökkur sá sem felst í flestum ígerðum og skiptir miklu máli við úrhleypingar þeirra að naglinn náist til að hætti að grafa.
    Örugglega mætti leggja út af þeirri merkingu, en spjót þarf til að stinga á kýlum gremju og reiði. Kannski þá náist til kveisunaglans útrásarvíkinganna?

  3. Ég vil leyfa mér að vitna í Jón bróður minn, þótt við séum ekki eins merkilegir og Njála ,,Ef eitthvað verður til þess að hér verði allt vitlaust þá er það ekki skýrslan sjálf heldur viðbrögð stjórnmálamanna og stjórnmálaflokka við skýrslunni.“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.