Baráttusöngur Framsóknarmanna

Lag:Pierre Degeyter

Fram sækja menn í sínum löndum
og sóknarfylkingin er þétt
Þín framtíð er í okkar höndum
allir verða að kjósa rétt
Við unnum áður fyrir flokkinn
og fundum víða digran sjóð
en ætlum nú að stíga á stokkinn
og starfa fyrir land og þjóð.

Þó að Halldór sé hættur
er hugsjón vor skýr
Því Sigmundur er mættur
sem merkisberi nýr.

Óðum líður að fyrsta maí og því ber að bæta úr brýnni þörf okkar Framsóknarmanna fyrir baráttusöng. Hafi einhver efast um smæð og fæð okkar, mun sá sannfærast á laugardaginn er við streymum fram á stræti og torg, fylkjum liði undir flokksins merki og kyrjum vorn baráttusöng.

P.S Þetta er þriðji dagur minn sem yfirlýstur afturbataframsóknarmaður og líður mér eftir atvikum.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Baráttusöngur Framsóknarmanna

  1. Ertu nokkuð að búa okkur undir að þú farir í framboð? Nærðu þúfnamannagöngulaginu nógu vel?

  2. Leyfi mér hér með að stela og skrumskæla vísu eftir Þorstein vin minn Bergsson. Hann samdi hana þegar hann var beðinn um lofkvæði um Smára Geirsson á Austurlandi.

    Að yrkja um Framsókn ekki nýð
    er mér kvöl og mikill vandi.
    seldi hún í sinni tíð
    sálina úr Ísalandi.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.