Allt er gott sem endar vel

Í þýðingarverkefnum vikunnar hefur tveimur þáttaröðum lokið. Á laugardaginn lýkur líka Júróvisjón og kosningabaráttu. Þetta er lokavika í mörgum skilningi. Til að vera á framboðsnótum, ætla ég að meta kosningarnar með aðferðum skemmtibransans.

Í framhaldsþáttum eins og Læknalífi er vinsælt að enda þáttaröð á því að skjóta alla sem fá ekki að vera með í næstu seríu. Þetta var gert í Bráðavaktinni á sínum tíma og þættinum lauk á því að allir lágu á gólfinu. Í næstu seríu kom í ljós hverjir höfðu fengið samning, því þeir lifnuðu við. Til að tryggja endurnýjun í forystu sveitarfélagsins dugar víst ekki að senda byssuóðan mann niður á Strandgötu. Það er líka ónærgætni.

Í söngþáttum eins og amrísku Stjörnuleitinni sigrar ekki endilega sá besti eða hæfileikaríkasti. Yfirleitt er búið að grisja alla út sem falla ekki inn í ramma framleiðandanna þegar kemur að úrslitum og áhorfendur sitja uppi með flatneskju dauðans eins og núna. Af því að ég er nærgætinn vil ég ekki telja upp öll þau sveitarfélög sem eru í Ædolsporunum núna en vorkenni þeim ákaflega sem fara með óbragð í munni inn í kjörklefann og skila jafnvel auðu.

Undantekning á þessu er Reykjavík. Höfuðborgarbúar eru þeir einu sem geta gefið gömlu flokkunum á kjaftinn, fengið útrás fyrir reiði, gremju, vonbrigði undanfarinna áratuga og kosið yfirlýst grínframboð. Það hefur komið á daginn að stefnuskrá Besta flokksins er gott plagg. Þegar búið er að draga frá aulabrandara um ísbjörn í Húsdýragarðinn og skógarbjörn í Öskjuhlíðina, standa eftir mál sem flestir geta skrifað undir.

Meðan við horfum á vondulagakeppnina á laugardaginn er gott að hafa í huga að þetta er ekki búið fyrr en sú feita hefur tekið lagið.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Allt er gott sem endar vel

  1. Ég er eldri og reyndari en þú, Gísli, og get gefið þér ráð. Vertu aðeins í glasi og horfðu á vondulagakleppnina á litlum skjá.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s