Óskar og Stebbý-fjórði hluti

Undanfarin ár höfum við hér við Sædýrasafnið fengið jólakort frá fólki suður með sjó. Þetta eru þau Óskar og Stebbý sem hugsa til okkar með ást og hlýju eins og hér kemur fram. Við höfum fylgst með börnum þeirra vaxa úr grasi, fengið þakkir fyrir góðar stundir saman á þessum árum og allt er þetta hið besta mál, fyrir utan það að við þekkjum ekki Óskar og Stebbý og höfum ekki haft upp á þeim þrátt fyrir ýmsar tilraunir.
Í morgun fékk ég bréf frá þeim skötuhjúum. Mér er boðið í brúðkaup þeirra í Grindavík í miðjum júlímánuði og meðfylgjandi er mynd af þeim. Þetta er myndarfólk, glaðlegt og brosmilt. Við Rakel (sem er víst konan mín) erum hvött til að mæta en tilkynna ellegar forföll í farsímanúmer sem tilheyrir Stebbý.
Auðvitað nota ég tækifærið og hringi í Stebbý og fæ allt þetta mál á hreint. Hún hefur að vísu ekki svarað símanum enn þegar þetta er ritað og því prjónar í mér löngun til að mæta hreinlega í brúðkaupið og leika á als oddi. Það eina sem kemur í veg fyrir það er Rakel (meint kona mín). Ég þarf að hafa uppi á henni við fyrstu hentugleika ef af þessu verður.

Auglýsingar

8 athugasemdir við “Óskar og Stebbý-fjórði hluti

 1. Sæll nafni nú á þetta allt að vera komið á hreint en þín var sárt saknað í brúðkaupinu í gær, en þetta var eitt af aðal skemmtiatriðunum þar 🙂
  Nú er rétt heimilisfang komið en aftur á móti hef ég hugsað mér að fara í heimsókn til þeirra fljótlega og ertu velkominn með. Þú átt heiður skilið fyrir heiðarleikann og að hafa upp á þeim en ekki hent kortunum eins og margir hefðu eflaust gert. Hefðirðu gert það, hefðum við Rakel (konan mín) líklega ekki verið í brúðkaupi í gær 🙂

  Kv. Gísli Ásgeirsson
  LAUFRIMA 🙂

 2. Ef ég þekki frænku rétt þá kæmi Það ekkert á óvart þó þú fengir fleiri kort frá þeim Hjónum í framtíðinni.

 3. Sæll Gísli.

  Þú ert velkomin í kaffi í Norðuhóp 30 Grindavík hvenær sem er, þar sem við hjónin búum saman. Þetta vakti mikla kátínu í brúðkaupinu þegar ég lét veislustjórann lesa upp af blogginu þínu þessar sögur af jólakortunum sem við höfum sent þér öll þessi ár.

  Kær kveðja
  Stebbý og Óskar

 4. Þetta gleður mig, fróman manninn. Þið megið reikna með að ég knýi dyra við tækifæri, þó ekki væri nema að heilsa og óska til hamingju með giftinguna og þakka góð kynni á liðnum árum!

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s