Pressuvillurnar

Óreyndir þýðendur netmiðlanna ganga oft fram af mér. Yfirleitt hefur DV vinninginn en þetta illgresi er í boði Pressunnar:

„Þrátt fyrir ungan aldur er slysasaga hins 4 ára Yuqi Lui eflaust svakalegri en margra sem eru margfalt eldri en hann. Lui fékk stór skæri inn í andlit sitt og eftir veigamiklar aðgerðir og lífssparnað foreldra sinna er hann heill heilsu.

Slysið átti sér stað í febrúar síðastliðinn á heimaslóðum Lui í Kína. Hátíð stóð fyrir dyrum og drengurin hljóp um garðinn til þess að hengja upp skraut og litrík ljós. Hann hafði fyrr um daginn föndrað dýrðina. Móðir hans var í eldhúsi húss þeirra þegar hún heyrði drenginn öskra af öllum lífs og sálar kröftum.

Ég man að ég missti diskinn, sem ég hélt á, þannig að hann brotnaði í ótal hluti. Ég gat ekki hreyft mig í nokkrar sekúndur,

segir móðirin, sem að endingu hljóp út í garðinn. Þar blasti við henni sýn sem hún mun að öllum líkindum ekki gleyma, sonur hennar með heljarinnar par af skærum í andlitinu. Aðkoman var ekki falleg og mikið blæddi úr sárinu.

Eftir hina hræðilegu uppákomu var drengurinn keyrður upp á spítala, með skærin enn í andlitinu. Seinna var foreldrum hans sagt, að ef skærin hefðu verið tekin strax úr andlitinu hefði drengurinn að öllum líkindum ekki lifað af. Aðgerðin tók fjölda klukkutíma, en heppnaðist með ágætum. “

Ég efast um að Google-þýðing hefði orðið svona slæm. Par af skærum ber þó af.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Pressuvillurnar

  1. Grísugt grill er jafn „flott“ og par af skærum. Grillið mitt er ekki grísugt núna, en það er svolítið – tja – lambað kannski?

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s