Í minningu Lúkasar


lukas1lukas2

Fréttatilkynningin!
„Mánudaginn 28. maí síðastliðinn slapp tæplega ársgamall Chinese Crested hundur frá eiganda sínum á Akureyri. Eigendur Lúkasar litla leituðu hundsins dags og nætur, og voru jafnvel farin að sofa útivið í von um að hundurinn kæmi nálægt.

Á Bíladögum á Akureyri, 15. – 17. júní sást til ungra drengja með hundinn, en þeir höfðu þá fundið hundinn og eignað sér hann. Málið var nú orðið að lögreglumáli. Leitinni lauk svo þegar myndir úr öryggismyndavél sýndu drengina setja hundinn ofan í íþróttatösku og spörkuðu þeir töskunni á milli sín þar til hundurinn var allur.

Þetta er hræðinlegt voðaverk sem enginn manneskja með hjarta getur skilið. Drengirnir fá vonandi sína refsingu fyrir þetta níð.

Hundavinum stendur ekki á sama. Við ætlum að sýna samhug í verki og vera með minningarathöfn fyrir Lúkas litla. Haldin verður kertavaka á 2 stöðum á landinu á sama tíma í kvöld, kl. 20:00. Hún verður haldin á Geirsnefi í Reykjavík, og hjá Blómavali og Húsasmiðjunni á Akureyri.

Við viljum bjóða öllum sem finnst þetta mál viðbjóðslegt, að syrgja með okkur. Það skiptir ekki máli hvort þið eigið hunda, ketti, páfagauka, naggrísi eða ekkert dýr. Það verður að vekja athyggli á þessu hræðinlega máli.

Vonandi sjáumst við sem flest.

Kveðja,
Hundavinir.“

5 athugasemdir við “Í minningu Lúkasar

  1. Lúkasarmálið verður klassískt, a.m.k. fyrir tvennt;
    1. Nútíma gróusögur; í skyndingu var öllþjónðin með það á hreinu að þarna hefði verið framið viðbjóðslegt morð. Hið myrta fannst svo síðar allsendis ómyrt en kannski aðeins loppið á tánum.
    2. Réttlætistilfinningu mannsins – eða þannig. Einhverjum þótti misþyrming Lúkasar svo andstyggileg og ómannúðleg að viðkomandi vildi láta taka meintan töskumann af lífi. Ef þú smælar framan í heiminn, smælar heimurinn framan í þig (bara með öfugum formerkjum!).

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.