Um Blogggáttina

Þar sem vesalingur minn asnaðist til að blogga í morgun, birtist um það tilkynning á blogggáttinni, eins og hjá öðrum sem þar eru skráðir. Upp úr hádegi leit ég þar aftur við og sá, mér til undrunar, að nafn mitt var í 12. sæti á vinsældalista vikunnar. Á bak við tólfta sætið eru um 80 flettingar eða 40 heimsóknir. Langt er síðan ég lenti á þessum lista en þá vermdi ég 15. sætið eða þar um bil eftir vikubloggin og var gestafjöldinn ekki mikið meiri en í dag. Ég velti þessu annars lítið fyrir mér en yfir síðdegiskaffinu fór ég að skoða aðra lista gáttarinnar.

Í útvöldustu bloggunum eru tveir sem stinga í stúf við aðra þar:

6. Össur Skarphéðinsson. Bloggaði síðast 24. apríl, 2009.

9. Sverrir Jakobsson. Bloggaði síðast 4. maí, 2009.

Útvöld blogg verða að sýna lífsmark öðru hverju.

Og fyrst ég er byrjaður að blogga um blogg (ákaflega óskemmtileg iðja) er komið að árlegri heimsókn minni á blogg Sigmars Guðmundssonar. Hann hætti að blogga í maí 2007 en á sér trygga aðdáendur sem heimsækja síðuna regluna. Það er lofsvert eftir svo langan tíma en fer að minna á heimsókn að leiði látins vinar.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Um Blogggáttina

  1. Ég var einmitt að hugsa um þetta með bloggið hans Sverris Jakobssonar. Hann er alltaf með efstu mönnum á lista, en bloggar aldrei. Fyrir utan að hann sjálfur er mun skemmtilegri en bloggin hans.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s