Glæpamaður í tjaldi -Málþing

„Málþing í tilefni af degi þýðenda
– haldið í Þjóðminjasafni Íslands kl. 15–17 fimmtudaginn 30. september

Það hefur ekki farið mikið fyrir alþjóðadegi þýðenda undanfarin ár en nú hyggst Bandalag þýðenda og túlka halda upp á hann með því að efna til sérstaks málþings. Dagurinn er kenndur við heilagan Híerónýmus sem var frumkvöðull í Biblíuþýðingum.

Í tilefni dagsins hyggst Bandalagið heiðra tvo þýðendur fyrir brautryðjandastarf að sjónvarps- og kvikmyndaþýðingum og í leiðinni verða flutt þrjú stutt erindi um þýðingar af þessu tagi. Einnig verður flutt ávarp í tilefni dagsins.

Dagskrá:
15.00 Ávarp formanns
15.05 Ávarp Gauta Kristmannssonar í tilefni af degi þýðenda
15.10 Gísli Ásgeirsson: Sjónvarpsþýðingar
15.30 Guðfinna Rúnarsdóttir: Þýðingar á talsettu efni
16.00 Haraldur Jóhannsson: Tæknibreytingar í kvikmyndaþýðingum
16.20 Heiðrun tveggja þýðenda“

Maður verður stundum að ota sínum tota. Ég fæ að vera fyrstur í röð fyrirlesara því illu er best aflokið. Vinnuheitin á erindinu eru nokkur. „Glæpamaður í tjaldi“ og „Ung var ég gefin Njáli“ eru efst á blaði eins og er, en „Ég bý í smokk“ kom á tímabili mjög til greina.

Að erindinu loknu veiti ég fúslega áritanir þeim sem vilja, í hógværð minni og lítillæti. Lysthafendum er bent á að hafa áritanabók meðferðis, en ég víla mér annars ekki við að árita líkamshluta, ef svo ber undir.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Glæpamaður í tjaldi -Málþing

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.