Fyrir og eftir -Sjóðheitar myndir!

img_1956
Í morgun urðu þau tímamót hér á heimilinu að myndir náðust af heimiliskettinum Brandi Högnasyni í náttskinni sínu, rétt áður en hann vippaði sér afsíðis og skipti um skinn. Eins og glöggir lesendur sjá er greinilegur munur á dagskinni og náttskinni og því óþarfi að taka fram hvor myndin er af þeim ferfætta í náttskinninu.
Hann var svo tillitssamur að stilla sér upp fyrir ljósmyndarann, enda hlýðir hann einföldum skipunum, eins og þægum ketti ber. Teppið er tyrkneskt og úr silki, enda tæki Brandur ekki í mjálm að gera morgunteygjurnar á einhverri rýadruslu.

Í tilefni þessa rifjaði ég upp morgunsálm kattarins, sem var kveðinn um jólaleytið í fyrra.

Ófullur reis ég rekkjunni úr
reikaði fram og snýtti
kettinum eftir kvefaðan lúr
kampana saman hnýtti
náttskinnið hengdi á herðatré
herti á lausum skrúfum
eins og við gerðum við erfitt fé
í árdaga vestur í Þúfum.

Dúðað í loðið dagskinn fór
dýrið hosur að reima
í móunum ómaði kattakór
kannski er einhver breima
út í náttmyrkrið skjótur skaust
skemmtun að morgni lokkar
mikið er dýranna lífið laust
við leiðindavesenið okkar.
img_1957

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s