Úrelt símaskrá

„Þið eruð greinilega að reyna að
fá yngra fólk til að fletta í Símaskránni?
„Það er alveg klárt mál.“

Svona lýkur spjalli MBL við framkvæmdastjóra Já.is, sem gefur út hnausþykka og þunga símaskrá á hverju ári í 150 þúsund eintökum. Eftir síðustu útgáfu hennar stóð hlaðið vörubretti í mánuð fyrir utan hverfisbúðina mína og gekk lítt á það. Þegar brettið var loks tekið, höfðu hverfisbúar hirt um 30 eintök af 200 sem þar voru. Nú á að poppa skrána upp með samstarfi við þekktan rithöfund af yngri kynslóðinni, sem kallar sig Gils.

Á mínu heimili er símaskrá í pappírsformi ekki notuð og hefur ekki verið hirt á dreifingarstað undanfarin 5 ár. Hún er þung og þykk eins og áður segir, letrið smátt og krefst gleraugna og þar sem ja.is gefur allar upplýsingar ásamt korti og skilaboðamöguleikum á augabragði er valið auðvelt. Ég held að aldursflokkur foreldra minna, fólk á áttræðisaldri, haldi í gamla siði og noti ekki netið, en þar fyrir utan þekki ég engan sem þykir pappírsskráin þægilegri. Mér þykja þessi 150 þúsund eintök sóun á pappír og vildi gjarna fá nýtingartölur, þ.e. hve mikið er eftir á vörubrettum símaskrármanna eftir mánuð fyrir utan kjörbúðir landsins. Yngri kynslóðirnar með nettengdar fartölvur og nettengda síma hafa lítinn áhuga á gamaldags símaskrá og þótt hún yrði færð í Playboy-búning, myndi það engu breyta.

En ég er svo jákvæður að upplagi að ég efa ekki að boðskapur líkamsræktarfrömuðarins um fitubrennslu, punghárarakstur, viðreynsluaðferðir og þess háttar falli í kramið hjá núverandi lesendahópi. Best að ræða þetta við pabba og mömmu eftir útgáfuna.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Úrelt símaskrá

  1. Mamma mín (á áttræðisaldri) notar reyndar prentaða símaskrá – til að standa á þegar hún fletur út kleinudeig. Annars flettir hún upp símanúmerum í tölvunni sinni.

  2. Þýðendur eru líka óþarfir og best að farga þeim með símaskránum. Tölvan (Google) getur líka séð þýðingar.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.