Rétt og rangt í Útsvari

Sérkennileg uppákoma varð í Útsvarsþætti gærkvöldsins (1. október). Þar var spurt um núverandi fjölda sveitarfélaga á landinu, sem stendur víst til að fækka óskaplega mikið. Lið Hveragerðis svaraði 76, vitnaði í fréttir liðinna daga og stjórnendurnir voru álíka vissir í sinni sök. Stutt hlé var gert meðan dómarinn gerði upp hug sinn (hefur sennilega gúglað) og kvað síðan upp þann dóm að 76 væri rangt svar. Garðbæingar sögðu þá 75. Það var líka dæmt rangt. Rétt svar er 77. Viðbót: Skv. yfirlýsingu er rétt tala 76!! Sjá nánar í athugasemdum hér að neðan.

Ég varð þess var eftir þáttinn að ekki voru allir sammála þessari niðurstöðu og vildu sumir dæma 76 rétt svar, þar sem liður í undirbúningi keppenda er að fylgjast með fréttunum og þar hefði talan 76 komið fram. Þessum upplýsingum hefðu keppendur átt að treysta. Miðað við það átti dómarinn þessa kosti: A) Dæma 76 rétt svar miðað við fréttir. B) Dæma 77 rétt svar, miðað við tölur frá samtökum sveitarfélaga.

Í bjölluspurningum fengu keppendur að sjá fjórar myndir. Spurt var: Hvaða mynd sker sig úr? Lið Garðabæjar nefndi 4. myndina, sem var rétt svar, en þá bættist við sú aukakrafa að rökstyðja þyrfti svarið. Þessu mótmælti Vilhjálmur Bjarnason, sem er orðinn eins og heimaríkur hundur á sviðinu, en fékk engu breytt. Liðið taldi þá upp ýmislegt sem var öðruvísi á myndinni en á hinum, en þar sem það féll ekki að svari dómarans, þótti það ekki nógu rétt.

Auglýsingar

6 athugasemdir við “Rétt og rangt í Útsvari

  1. Spurningin um fjallið var klúðurslega orðuð og klaufalega flutt. En Hvergerðingar gáfu hinsvegar rétt svar við sveitarfélagaspurningunni, líka skv. vef sambands ísl. sveitarfélaga. Ég fór þar inn og taldi sveitarfélögin í tvígang og fékk 76 útúr báðum talningum. Fannst mér satt að segja nóg að Hvergerðingar mættu sitja undir leiðindunum í Villa og drengfóstrinu, þótt dómarinn væri ekki að bæta gráu oná svart með þessum hætti.

  2. Fjallspurningin minnir mig á spurningu í eeeeldgömlum þætti sem mig minnir að Jónas R. Jónasson hafi stýrt. Spurt var hvaða maður hefði verið kallaður „hinn mikli“ Ágætlega vís liðsmaður taldi upp tvo eða þrjá, Alexander mikla og einhverja fleiri en nei, verið var að leita að Gatsby hinum mikla. Stig fengust ekki.

    Við vorum reyndar líka búin að skjóta á fjórða fjallið en héldum það vera vegna þess að fyrri 3 væru öll gígar en ekki Vífilsfellið.

  3. Seinni hlekkurinn sem þú setur inn, Gísli, tengir inná vef samtaka atvinnulífsins (sa.is), ekki sambands ísl. sveitarfélaga.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.