Gjaldþrotaklámið

Þessi pistill Sölva Tryggvasonar um sjálfsmorð eftir nauðungarsölu hefur vakið athygli. Þetta er átakanleg saga sem er sett þannig upp að fólk kynokar sér við að gagnrýna hana og hrifningin er svo mikil að 1616 manns hafa lýst yfir ánægju sinni með „like“ hnappnum á Fésbókinni.

Þetta er 15 ára gömul saga af rekstri sem gekk illa, skattaskuldum sem hrúguðust upp og að lokum fór allt frekar illa. Þá var ekkert hrun til að skella skuldinni á, líkt og núna. Það er ekki eins og gjaldþrot hafi byrjað eftir haustið 2008. Margir fóru á hausinn meðan góðærið stóð sem hæst. Það er ekki rifjað upp lengur. Halda mætti að fólk liti á það sem hvert annað lögmál að allur rekstur eigi að ganga vel. Þannig er kapítalisminn víst ekki, þótt eftirsóttur sé.

Íslenska fjárfestingalíkanið sem kom í ljós eftir hrun, felur í sér að sá sem græðir er glaður og hirðir sitt, en sá sem tapar, vill að aðrir beri tjónið. Margir stökkva á hrunvagninn og vilja úrræði. Í þeim hópi er fólk sem á allt gott skilið en líka fólk sem er gersneytt gagnrýnni hugsun. Þannig eru einnig fréttamenn eins og Sölvi Tryggvason, sem hella yfir okkur einhliða fréttaflutningi og krydda hann með svona klámi inni á milli.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Gjaldþrotaklámið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s