Fíflin í svikamyllunni

Í febrúar 2008 birtist þessi frétt í DV. Hún vakti athygli mína þar sem fv. samkennari minn var í forsvari fyrir Forex og lét vel af sínum hag þar. Fleiri greinar má finna frá þessum tíma. Meðal annars kemur þetta fram:

„Ef menn ávaxta vel geta þeir orðið milljarðamæringar,“segir grunnskólakennarinn Sigurður Örn Leósson sem er í forsvari fyrir Finanza Forex en þar er lofað allt að tuttugu prósenta ávöxtun á mánuði í gegnum gjaldeyrisviðskipti.

Allt sem fólk þarf að gera er að leggja inn á bandarískan reikning og fyrirtækið Dukascopy mun ávaxta pundið með ótrúlegum árangri. 80 manns hafa lagt peninga í fyrirtækið sem staðfest hefur verið að Fjármálaeftirlitið hefur til skoðunar. “

Þetta er sem sagt árið 2008 og íslenskir „viðskiptavinir“ eru 80 talsins. Viðvörunarmerkin eru svo mörg að halda mætti að þessi umfjöllun og síðari greinar DV hefðu dugað. Svo virðist ekki vera.
Einhvern veginn hefur Sigurði og félögum tekist að fá 900 í viðbót til að trúa á gullið og grænu skógana.

Ein athugasemd við “Fíflin í svikamyllunni

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.