Útsvarsrýnin – 12 eða 15

Útsvarsþáttur kvöldsins hófst á leiðréttingu á stigagjöf síðasta þáttar eins og vænta mátti. Þá var munurinn svo mikill að ekki kom villan að sök, eins og stjórnandi sagði. Í kvöld kom önnur villa þegar munaði 1 stigi á liðunum. Spurt var um fjölda prófastsdæma. Prýðileg gúglspurning fyrir vin heima í héraði. Fljótlegast er að skoða vef kirkjunnar. Þar fæst talan 12.

Sóknir eftir prófastsdæmum 2010.
Austfjarðaprófastsdæmi
Borgarfjarðarprófastsdæmi
Eyjafjarðarprófastsdæmi
Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
Kjalarnesprófastsdæmi
Múlaprófastsdæmi
Reykjavíkurprófastsdæmi eystra
Reykjavíkurprófastsdæmi vestra
Snæfellsness- og Dalaprófastsdæmi
Suðurprófastsdæmi
Vestfjarðaprófastsdæmi
Þingeyjarprófastsdæmi

Hins vegar hefur dómarinn sennilega skoðað aðrar síður. Wikipedia gefur töluna 15. Með samanburði má sjá hvaða prófastsdæmi hafa verið sameinuð.

„1. gr. Biskupsdæmi Íslands skiptist í 15 prófastsdæmi: Kjalarness-, Reykjavíkur vestra-, Reykjavíkur eystra-, Borgarfjarðar-, Snæfellsness – og Dala-, Vestfjarða-, Húnavatns-, Skagafjarðar-, Eyjafjarðar – Þingeyjar-, Múla-, Austfjarða-, Skaftafells-, Rangárvalla- og Árnesprófastsdæmi.“ Þetta er frá árinu 2006 á kirkjuþingi.

Næsti þáttur hefst án efa á leiðréttingu þar sem fordæmið er komið.
Hitt er svo annað mál að fánýtari fróðleikur en fjöldi prófastsdæma á Íslandi er vandfundinn. Ég ætla að reyna að gleyma þessum tölum sem fyrst.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s