Jesús og álverið

http://www.ruv.is/frett/gagnryndi-stjornvold-i-predikun

Fyrir orgel og falskan dreifbýliskirkjukór
Með sínu lagi:

Lífið er basl og lítið er stuð
líklega er ég á hausnum
þess vegna bið ég, góði guð
gefðu mér bönsj af lausnum.

Aumur er efnahagurinn
allt er í klónum varga.
Nú máttu senda soninn þinn
sukkinu okkar að bjarga.

Áður lét herinn auð í té
amerískur var kraftur.
Wöllurinn okkar var fundið fé.
Færðu mér kanann aftur.

Bærinn í skuldafenið féll
ég fatt’ ekki hvernig það skeði
En Árni minn boðar engan skell
þó allt hafi sett að veði.

Þjóðin vill gjarna verða rík
þótt veraldar trausts sé rúin.
Nú heimtum við álver í Helguvík
og háspennuorkubúin.

Sonarkindina sendu til mín
sá getur bætt úr skorti
Fyrst má hann breyta vatni í vín
því verðið er út úr korti.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Jesús og álverið

 1. Herra á himnum, að oss snú:
  í Helguvík er blásnautt bú,
  í veskinu stingandi verkur.
  Veit oss álver, von og trú,
  vor guð, í Jesú nafni nú.
  Svo biður þig Kerskálaklerkur.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s