Bolti eða námumenn?

Í gærkvöldi var tvennt á boðstólum á sjónvarpsskjánum sem var álíka spennandi.
Knattspyrnuleikur tveggja karlaliða á Laugardalsvelli þar sem eina vafaatriði fyrir leik var hversu stórt tap íslenska liðsins yrði og björgun námumanna í Síle þar sem fyrir lá að stundarfjórðung tæki að hífa hvern mann upp, jafnvel lengur.
Lausleg könnun á fésbókarstöðum leiddi í ljós snöggtum meiri áhuga á afdrifum námumanna en knattspyrnuleiknum. Þess ber að geta að áhorf á hurðarhún á Höfða þegar beðið var eftir Reagan og Gorbasjov í marga klukkkutíma þótti á sínum tíma ákaflega gott sjónvarpsefni.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Bolti eða námumenn?

  1. Ég fór inn á Guardian og smellti á beina útsendingu. Svo sat ég og horfði á teljarann fara upp og niður viðstöðulaust í nokkrar sekúndur áður en ég forðaði mér út aftur.

  2. Var áhorfið á húninn mælt? Annars eigum við ekki von á góðu frá ríkisjónvarpinu í vetur frekar en endranær. Nýlega var sagt frá því að til stæði að sýna 5 gamla þætti um landslið í handbolta í tilefni 80 ára afmælisársins. Og svo er náttúrulega þessi sjálfhverfi þáttur biskupssonarins eitt það leiðinlegasta skemmtiefni sem hefur birst á skjánum á laugardagskvöldi í 44 ár.

  3. Einhver prestur ætti að biðja til gvuðs síns um að þáttur biskupssonarins yrði tekinn af dagskrá, fyrst þeim munar ekki um að biðja um álver í sunnudagsmessu

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s