Jón Vagnsson

Mörgum er illa við íslenskun á enskum nöfnum. Í starfi mínu sem sjónvarpsþýðandi í hartnær 20 ár hef ég hef gert ýmsar tilraunir í þá veru, enda hljóma íslensku nöfnin oft betur en fátt fer fram hjá haukfránum prófarkalesurum á Lynghálsi. Það er sjálfsagt eins gott.
Þannig fengu Stjörnuleitarhjúin ekki að heita Randver Jakobsson og Pála Afdals. Earl í þáttunum „Ég heiti Earl“ fékk ekki að heita Jarl. Hljómlistarmaðurinn Cat Stevens verðskuldar að heita Högni Stefánsson og félagi hans Eric Clapton er Eiríkur frá Klöpp að gömlum og góðum sveitasið. Tónlistargalgopinn Spike Jones var í þröngum hópi í Kennaraskólanum kallaður Broddi Jóhannesson.
En ég get ekki hætt. Hinn geðþekki sjónvarpsmaður Johnny Carson verðskuldar íslenskt nafn. Honum er þessi færsla tileinkuð. Hvort nafnið birtist í skjátexta þegar fram líða stundir, er önnur saga.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.