Skilnaður skekur

Stuðlatitlar eru góðir. Höfunda þeirra dreymir kannski um annað og meira, jafnvel höfuðstaf í upphafi greinar, svo maður haldi líkingunni áfram. En svo verða stuðlatitlarnir að innantómum klisjum.
Skilnaður skekur Þingholtin. Þetta æpti á mann á forsíðu Séð og Heyrt fyrir nokkrum árum. Ég les forsíðuna venjulega í Krónunni meðan pólskur afgreiðslumaður skannar fernur og hakk, brauð og smér. Í hlut átti ungt par þar sem foreldrar piltsins eru fræg, að því marki sem hægt er að vera frægur á Íslandi. Daginn eftir hitti ég nokkra Þingholtsbúa og bjóst við þeim hálfgrátandi. Svo var ekki. Þeir þekktu þetta fólk ekki og töldu það svotil óþekkt í hverfinu.
Skilnaður skekur Seltjarnarnes. Forsíða Séð og Heyrt. Sennilega sami stuðlatitlahöfundur. Bæjarstjórinn , sem fór síðan til starfa í náhöllinni hvítu, skildi við konu sína og virtist þessi breyting á hjúskaparstöðu hans hafa komið bæjarfélaginu almennt í uppnám. Ég þekki engan á Seltjarnarnesi til að sannreyna þessa fullyrðingu. Ef lesendur sjá sorgmætt fólk þar á gangi, vita þeir hér með ástæðuna.
Skilnaðaralda skekur Hollywood. Þetta tilkynnti Fréttablaðið mér í morgun og þykist ég vita að tíðindamaðurinn sé undir SH-áhrifum. Þarna á í hlut sem afar fáir landsmenn þekkja, ef nokkrir, og því reikna ég síður með sorgarklæðum á almannafæri. En litluvísarnir á visir.is hafa sosum áður troðið óþarfa upplýsingum um útlendinga inn í hausinn á fólki. Kannski snöktum við síðar.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Skilnaður skekur

  1. Enda eru Britneyjarrímur gagnmerkt kvæði og hefur oft borið á góma í kennslu íslenskra nútímabókmennta við Háskólann.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s