Prestar í verkefnaleit

„Það að líta ekki á presta sem fagaðila í sálusorgun og sálgæslu lýsir mikilli vanþekkingu á starfi og menntun presta.“

Svo mælir Davíð Þór Jónsson, einn reyndasti guðfræðinemi landsins. Tilefnið er ætlun mannréttindaráðs Reykjavíkur að draga úr ágangi trúarhópa í grunnskóla. Þar sem mín reynsla af prestum er sú að þeir hafi lítið að gera alla jafna, ef söfnuðurinn er langlífur, og þá bráðvantar verkefni. Þess vegna sækja þeir inn á markað sem félagsráðgjafar og sálfræðingar vilja sinna í skjóli sérfræðikunnáttu sinnar.

Félagsráðgjafar hafa fimm ára nám að baki og varla er skólaganga sálfræðinga og geðlækna skemmri. Mikið af tíma guðfræðinema fer í biblíurýni, latínu og grísku, sem ég get ekki ímyndað mér að gagnist við sálusorgun og sálgæslu. Gott væri að fá á hreint hve mikið nám þeirra er á þessu sviði sem þeir gera kröfu um að fá að sinna.

Ónefndur nágranni minn hefur mikinn áhuga á bílum og viðgerðum þeirra, en minna fer fyrir árangri hans á því sviði. Hann á það sameiginlegt með prestunum að vanta verkefni og telur sig fullfæran til að sinna bílgæslu og skyldum verkefnum. Þrátt fyrir þetta leita ég frekar til sérfræðinga á verkstæði, sem ég treysti til verka.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Prestar í verkefnaleit

  1. Samkvæmt kennsluskrá HÍ er um að ræða 8 einingar í skyldu: GFR301G Sálgæslufræði 8e.
    Einnig er hægt að taka þetta 4 eininga námskeið sem val: GFR407G Frjálst nám í sálgæslu: Sálusorgarinn. Sálgæsla og sáttagjörð 4e
    Þarna er annað námskeið sem e.t.v. er hægt að flokka sem sálgæslu: FRG306G Atvinnuleysi og afleiðingar þess 4e
    Annað sá ég ekki í kennsluskránni sem gæti flokkast sem sálgæsla (s.s. samtals 16 einingar) en það getur verið að allir guðfræðinemar taki val úr öðrum deildum, s.s. Sálfræði.

  2. Skv. mínum heimildum þá taka þeir einn áfanga í sálgæslu og eru eftir það útskrifaðir sem sérfræðingar á því sviði.

  3. Væntanlega er hugsunin sú að ef guð stendur þétt við bakið á prestinum verði hann sjálfkrafa að sálgæslumanni, sálfræðingi, geðilækni, félagsráðgjafa og meðmanneskju. Þetta snýst ekki um menntun, þetta snýst um guðlega trú á sjálfum sér. Spurning um að henda helv. pillunum og hugrænu atferlismeðferðinni og skrá sig bara í guðfræði? Eftir það nám eru mönnum allir vegir færir … að virðist.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s