Um vindgang í köttum

Samband okkar kattarins einkennist að jafnaði af ást og hlýju. Hann er félagi minn í heimavinnunni, situr oft á stólarminum og reynir að klófesta músarbendilinn á skjánum en tekst það aldrei, eins og vænta má. Í þessari stöðu er austurendi hans nálægt þeffærum mínum og stundum hefur hann leyst vind, mér til mikils ama. Í gærkvöldi var vindgangur hans svo öflugur að ég gat ekki horft á sjónvarpið því mér súrnaði svo ákaflega í augum.

Mér er ljóst að aðgerðir í þessu efni eru álíka brýnar og úrræði í aðkallandi samfélagsmálum og eitthvað ferli verður að hefjast, helst þarf að leita ráða bestu manna og hefja aðgerðir frekar fyrr en síðar. Í þessu skyni leyfði ég kisa að sleikja innan hafragrautardall minn í morgun. Hann tók boðinu vel.

Enn er allt með kyrrum kjörum á stólarminum og hann kinkar kolli í velþóknun, gerir sér grein fyrir að um hann er fjallað. Gott væri að fá ráð hjá mér kattfróðara fólki sem hefur reynslu af vindgangi húsdýra.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.