Enginn hlustar á feita poppstjörnu

Ég hef þýtt fleiri þáttaraðir um bandarísku stjörnuleitina en ég kem tölu á og hef þar fylgst með mótun ungmenna í ákveðið form þar til allir eru að skapi Kanaþjóðarinnar og dómaranna alvitru. Oftar en ekki er keppendum bent á að til að verða frambærilegir söngvarar, verði þeir að losa sig við aukakíló og er vinsælt að nefna þar allt frá 5 og upp í 50 kíló.

Eins og allir vita getur feitt fólk ekki sungið áheyrilega. Því til vitnis er viðtal á visir.is við ungan söngvara í Hafnarfirði. „Þá sagði (líkamsræktarþjálfarinn) við mig að enginn vildi hlusta á feita poppstjörnu. Þar með hófst þetta,“. Nú eru sex kíló farin af pilti og söngröddin orðin miklu betri. Sennilega sest fitan á raddböndin.

Ég hef oft sungið, einkum með aðstoð áfengis, og tel mig frambærilegan raulara. En til að verða góður sé ég þann einn kost að ná af mér því spiki sem hefur hingað til háð mér í söng.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Enginn hlustar á feita poppstjörnu

  1. Já, sennilega þyrftu þeir Papparotti og Kristján Jó að skafa af sér fáeinar merkur. Það sama hefur vafalaust átt við Kristin Hallsson og Guðmund Jónsson. Og ætli þindarstuðningurinn hjá Diddú yrði ekki voldugri ef hún liti út eins og Nælonbandið.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s