Vörur handa trúgjörnum

Þegar svonefndar töfralausnir eiga í hlut, horfir fólk aldrei á verðið. Nýjasta æðið er aada-drykkurinn, sem selst að sögn eins og heitar lummur. En þar sem ég hef aldrei keypt heita lummu, er líkingin frekar óheppileg. En lýsingin er stórbrotin á þessum drykk:

„aada er hugsaður til þess að hjálpa fólki við að bæta heilsuna og auka vellíðan. Reynslan sýnir að drykkurinn þykir vatns- og þyngdarlosandi til viðbótar getur hann reynst góð hjálp við mígreni, flensu, kvefi, bólgum, gigt, ógleði, ferðaveiki, þreytu, sljóleika, meltingartruflunum og jafnvel hjálpað til við að styrkja kynlífið.“

Innihald: Ferskt engifer, lime, fersk myntulauf, sítrónusýra, hrásykur & íslenskt vatn.

Alla þessa bót meina sinna getur fólk fengið með hollum mat, hreyfingu, útiveru og íslensku kranavatni í ríkum mæli. Ég vildi gjarna geta selt þessa lausn mína í flottum umbúðum með seiðandi útvarpsauglýsingum og lofað Boston-ferð í kaupbæti, því þá yrði ég ríkur. En það get ég ekki og gef hér með öllum þeim sem þetta lesa lausnina hér með. Þetta er ekki flókið.

Það er heldur ekki flókið að laga sér engiferdrykk og hráefnið fæst í næstu kjörbúð. Það þarf bara að nenna því. Hin leiðin er að vera „sökker“ eins og P.T.Barnum orðaði það forðum daga, og borga 7000 krónur fyrir 5 lítra brúsa.

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Vörur handa trúgjörnum

  1. Það vantar bara rommið og þá er kominn hinn fínasti mojito með engiferöli. Kannski ég fari að þamba svoleiðis í lítravís, ábyggilega mun ódýrara að blanda drykkina sjálf.

  2. Ég hló í hjarta mér þegar ég sá innihaldslýsinguna. Ég hef nefnilega alltaf vatnskönnu í ísskápnum og set gjarnan út í vatnið niðurskorna engiferrót og myntulauf (sem ég rækta í eldhúsglugganum) og þetta er hinn indælasti drykkur. Mér hefur reyndar aldrei dottið í hug að skvetta smárommi út í líka.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s