Um athugasemdir við bloggfærslur

Öðru hverju asnast maður til að lesa umræður á Moggablogginu og Eyjunni og efast jafnan að því loknu um meðalgreind þeirra sem þar leggja orð í belg. Það bætir ekki úr skák ef höfundur færslunnar á sjálfur rúmlega 70% athugasemda. Þarna er undantekningarlítið farið í manninn, ekki boltann. Þetta er oft á tíðum mannskemmandi.

Brátt hefjast þýðingar á þáttum um bandarísku stjörnuleitina, en af tillitssemi við verkkaupa, tjái ég mig ekki frekar um hana. En á bloggvef þáttanna er að finna þessar reglur um athugasemdir við færslur.

„Reglur: Umræðan á að vera kurteisleg og málefnaleg. Ef athugasemd þín bætir engu við, verður hún fjarlægð. Deilið skynsamlega. Móðgun við höfund færslu eða aðra sem gera athugasemdir leiðir til eyðingu athugasemdar og mögulegs banns. Athugasemdir með tenglum, fúkyrðum eða klámyrðum fara í bið. Allt sem telst ruslpóstur, fer í eyðingu. Athugasemdum í HÁSTÖFUM verður eytt.“

Ef þessar reglur giltu almennt hér, yrðu umræðuhalar að dindlum.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Um athugasemdir við bloggfærslur

  1. Ég fer undantekningalítið í vont skap við að skoða svarhala við Eyjublogg (fer helst ekki inn á blog.is) – þar sýnir fólk hliðar og lífsskoðanir sem ég hefði helst ekki viljað vita að væru til.

  2. Gullkorn dagsins er úr umræðudindli hjá ESG. Margir leggja eingöngu orð í belg til að æsa aðra upp og svífast þá einskis. Þessi mannvitsbrekka, sem hér er vitnað í, er fulltrúi þeirra sem ætti að setja út í ystu myrkur.

    „’Eg vissi bara einfaldlega að það væri frekar stuttur þráðurinn í púðurtunni hjá mörgum og þessvegna byrjaði ég á þér,“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s