Tunnuterroristar og upphrópanir

„Ekki voru þó allir vissir um forsögu málsins og ástæður þess að Landsbankinn vildi ekki semja við Arnar.“
Svo segir í frétt DV um tilraun til útburðar á Laufásvegi. Þar á í hlut verktaki sem hefur fengið þokkalega athygli í fjölmiðlum án þess að hafa nokkru sinni sagt hvað skapað hafi skuldavanda hans. Í útvarpsviðtali gerði fréttamaður þó fimm tilraunir til að fá það á hreint en fékk almennar klisjur og upphrópanir á móti. Þar sem talsmenn banka tjá sig ekki um einstök mál, er verktakinn nokkuð öruggur með að enginn fái að vita hið sanna í málinu. Sá sem ber málefni sín á torg á þennan hátt, verður að svara fyrir sig. Sá möguleiki að honum sé ekki viðbjargandi, virðist ekki hafa hvarflað að Heimavarnarliðinu svonefnda.

Sá sem stofnar fyrirtæki 2002 og rekur það í fimm ár meðan hið meinta góðæri gekk yfir, hefur alla burði til að halda sig réttu megin við núllið. Nokkru fyrir hrun virðist bankinn hafa fengið nóg. Síðan eru liðin tvö ár og gengið er að veði. Þetta eiga þeir að vita sem taka lán. En íslenska fjárfestingalíkanið sem smíðað var skömmu eftir aldamót gekk út á það að sá sem græðir hirðir gróðann. Sá sem tapar, heimtar niðurfellingu skulda eða „björgun“ eins og það heitir núorðið.

Auðvitað vill maður að allir fái tækifæri til að gera upp sín mál, lifa mannsæmandi lífi, eiga til hnífs og skeiðar og hafa þak yfir höfuðið. Þessar frumþarfir þekkja þeir sem stóðu í íslensku herskyldunni upp úr 1980 og þótt oft stæði tæpt í þá daga, datt engum í hug að fara niður á Austurvöll, berja tunnur og heimta úrræði. Fólk beit á jaxlinn og vann sig út úr vandræðunum. Nú eru aðstæður þannig að margir þurfa aðstoð við það og verðskulda líka hjálpina.
Álíka margir eru þeir sem ætla sér að stökkva á hrunvagninn og fá far, án þess að eiga það skilið. Þessi hópur á ekki heima á Austurvelli, nema kannski í tunnunum.

Auglýsingar

5 athugasemdir við “Tunnuterroristar og upphrópanir

  1. Það var nú Sigtúnshópur manstu ekki. Ekki viss um að öll sem í honum voru hafi verið að byggja smátt. En þetta var helvítis neglingur þá og margir fóru á hausinn. Sei sei já.

  2. Sigtúnshópurinn varð til 1983 eftir að launavísitala var aftekin en lán áfram vísitölubundin. Það setti okkur mörg í vanda sem þá vorum að brjótast í kaupum á húsnæði. Held að aðstæður í húsnæðismálum hafi vart verið viðsjálli síðan fyrr en þá nú á tímum. Ef þín tíð var eftir Sigtúnshóp, ja þá hefur þú ekki verið á Síríusi.

  3. Fram hefur komið sú ábending að Arnar Már Þórisson sé annar tvíburanna alræmdu sem voru á sínum tíma kenndir við hneyksli í Iðnskólanum og komu síðan víða við. Þeir voru þá kallaðir Borgar og Skuldar. Kröftum Heimavarnarliðsins er illa sóað til að verja svona fólk.

  4. Það get ég tekið undir. Og hefur nú eiginlega þótt Heimavarnarliðið verja kröftum sínum af lítilli fyrirhyggju svona yfirleitt.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.