Vísur fyrir köttinn

Við kötturinn eigum okkar gæðastundir í rauðabítið meðan mýsnar sofa og mennina dreymir. Meðan seinni morgunsopinn er sötraður, ræði ég við hann um málefni líðandi stundar og bregður hann sér þá oft í gervi utanríkisráðherra og geispar eða dottar undir lestrinum. Sá ferfætti verður þó alltaf kampakátur þegar kvæðastundin hefst og ég fer með leirburð fyrir hann. Þetta eru vísur vikunnar og gott betur.

4.11.
Veröldin mín er mild
morgunninn alger snilld
Ábreiðan hvíta
unun að líta
svo vappa ég úti að vild.

2.11
Augunum upp ég lauk
óðar á fætur rauk
vakti strax frúna
því veður er núna
svo hvasst að kötturinn fauk

1.11
Úti myrkur morguns bíður
mígur himinninn
köttur prumpar, kaffið sýður,
hvar er bollinn minn?

31.okt
Víst er úti veður gott
víða fugl á spani.
Röltir inn og reisir skott
rogginn tittlingsbani.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.