Óþarfi að loka í Bláfjöllum

Borgarstjórinn í Reykjavík átti mörg gullkorn í sérkennilegu viðtali í gærkvöldi. Patrick Swayze líkingin á eftir að lifa út vikuna en reiði skíðaforeldra dugar varla fram á föstudag. Borgarstjóri viðraði nefnilega þá hugmynd að loka skíðasvæðinu í Bláfjöllum í 2 ár. Við það mætti spara 87 milljónir.
Nú hagar því þannig til að lokun er óþarfi. Þarna festir varla snjó yfir vetrartímann að neinu ráði og það segir sig sjálft að þá fer enginn á skíði. Þá er ekkert til að opna hvort sem er. Snjóframleiðsla á hlýjum vetri er arfur frá 2007 vitleysunni og ástæðulaust að láta rándýr tækin ganga í marga mánuði til að öngla saman í eina brekku. Ef svo ólíklega vildi til að snjóaði eitthvað að ráði, þá geta allir farið á skíði sem vilja og þarf ekki milligöngu borgarinnar til. Ég sé ekki vandamálið og skil satt að segja ekki reiðina. Það er ekki hægt að skrifa snjóleysið á borgarstjórann. Stór-Hafnarfjarðarsvæðið hentar illa fyrir skíðafólk og ekkert við því að gera. Sjálfsagt dettur einhverjum í hug að berja á olíutunnu en það hefur engin áhrif nema á heyrnina.

Sumar íþróttir eru háðar aðstöðu. Ég fór stundum á skauta á Ástjörninni endur fyrir löngu. Vegna hlýinda er þar nær aldrei svell yfir háveturinn en við skautamenn höfum ekki staðið bláir af reiði fyrir utan ráðhúsið á Strandgötunni og heimtað frystingu. Maður finnur sér eitthvað annað í staðinn.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Óþarfi að loka í Bláfjöllum

  1. Önnur skemmtileg líking í fréttunum er um að skíðasamfélagið logi. Þá ætti snjórinn að bráðna.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s