Séð og heyrt stig borgarstjórans

Ég tilheyri dyggum lesendahópi forsíðu Séð og heyrt því blaðið blasir við mér í kjörbúðinni og stundum seilast samferðamenn mínir í það og drekka í sig líf frægra Íslendinga. Einu sinni lenti ég í sumarbústaðardvöl með stórum SH-stafla og kom illa skaddaður heim. En það er önnur saga.
Stundum hefur það komið fyrir að fræg hjón eru á forsíðunni. Þar vegsama þau ást sína og styrk hjónabandsins, draga um glansandi mynd af glanstímaritalífi sínu og við í kjörbúðarröðinni öðlumst við þetta trú á framtíðina, því fræg hjón eru jú fyrirmynd okkar hinna. Með slíkum gagnkvæmum stuðningsyfirlýsingum hjóna fylgja myndir í stíl.
Hitt bregst svo aldrei að svona viðtöl eru dauðateygjurnar í viðkomandi sambandi, veikburða tilraun til að sannfæra sig og aðra um að allt sé í himnalagi og nokkrum vikum eftir útkomu blaðsins er allt farið út um þúfur. Það er efni í aðra flenniforsíðu með skilnaðarmynd.

Viðtalið við borgarstjórann í Kastljósinu í gærkvöldi var á þessu stigi. Þetta eru dauðateygjurnar í embættinu hjá manni sem leiðist ákaflega þetta hlutverk í Borgarvaktinni (ef nota má þvælda sjónvarpsþáttalíkingu) og vill gjarna fá inn annan og reyndari leikara. Ég hef grun um að það verði nokkru fyrir páska.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Séð og heyrt stig borgarstjórans

  1. Þetta er líka komið gott. Jón Gnarr er betri skemmtikraftur en borgarstjóri. Það hlýtur að vera komið nóg efni í næstu þáttaröð af vaktinni, þ.e. borgarstjóravaktinni

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s