Uppsögn Egils Helgasonar

Vinkona mín, Lára Hanna Einarsdóttir, hefur verið látin hætta pistlaflutningi í Ríkisútvarpið. Ástæðan er að sjálfsögðu fordæmisgefandi: Hún hefur skrifað pistla í vefritið Smuguna.

Egill Helgason fjallar bæði um bókmenntir og stjórnmál fyrir RÚV og skrifar þar að auki fyrir vefmiðilinn Eyjuna, er að sögn sá eini sem er á launum við það. Þetta hlýtur stjórn RÚV að vita og er mesta furða hvað hún hefur látið þetta viðgangast lengi.

Það hlýtur því að blasa við að Egill Helgason verður látinn taka pokann sinn.Vissulega er eftirsjá að honum, enda hamhleypa við vinnu og þarf án efa að ráða nokkra lausráðna verktaka í Efstaleitið til að sinna öllum þessum hlutverkum Egils.

Þar sem ég er mjög viss um að Ríkisútvarpið sé samkvæmt sjálfu sér í þessum efnum, nota ég tækifærið og þakka Agli fyrir margar góðar stundir við skjáinn og óska honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s