Furðuhlutur við Sædýrasafnið

Árla morguns, áður en fuglarnir vöknuðu, vorum við heimiliskötturinn komnir á stjá. Eftir árbítinn vildi sá ferfætti viðra sig og fórum við þá út í náttmyrkrið. Ekki höfðum við staðið þar lengi þegar við tókum eftir sérkennilegu ljósi sem sveimaði yfir Hvaleyrarholtinu og fór það frekar rykkjótt yfir. Ekki fylgdi því neitt hljóð og stóðum við frekar agndofa af undrun og ekki laust við skelfingu hjá kettinum, sem er óvanur svona ljósagangi. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að sennilega væru þarna á ferð verur frá öðrum hnöttum sem vildu ná sambandi við okkur, en talaði fyrir loðnum eyrum, því hann skaust inn í felur og hefur síðan sýnt einkenni áfallastreituröskunar.

Mér finnst einboðið að fá skýringar á þessu og vil auðvitað heimta að einhver stofnun taki að sér rannsókn málsins. Þangað til verður ekki farið í morgunviðrun á þessu heimili.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Furðuhlutur við Sædýrasafnið

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s