Lygar frambjóðandans

Ég verð seint aðdáandi Ástþórs Magnússonar sem ég set í sama flokk og séra Baldur í Vatnsfirði, nema hvað ég held að Ástþór drekki ekki eins mikið.

Þetta er orðað svona með vilja til að sýna fram á hve auðvelt er að hagræða sannleikanum eða ljúga með þögninni. Ástþór kann hvort tveggja og gerir það víða þessa dagana.
Hann er í framboði til stjórnlagaþings og hefur birt þessa grein bæði á Svipunni og Moggablogginu. Þar er þessi klausa, sem Ástþór gerir að aðalatriðinu:

„Sérstök athygli er vakin á því að frambjóðendur geti keypt sig inn í Silfur Egils en Egill þessi hefur legið undir ámæli fyrir að mæla með einstökum frambjóðendum til Stjórnlagaþings. Nú getum við hin sem erum Agli ekki þóknanleg keypt okkur aðgang að meðmælum RÚV.“

Hið rétta í málinu er að frambjóðendur geta keypt sér skjáauglýsingar, sem t.d. eru sýndar nálægt Silfri Egils, sem þykir góður sýningartími. Þetta kemur fram í bréfi auglýsingadeildar til frambjóðenda og ef Ástþór birti það, féllu þessar lygar um sjálfar sig.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Lygar frambjóðandans

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s