Jónas Hallgrímsson og Britney Spears

Í tilefni dagsins verður reynt að tengja Jónas Hallgrímsson við nútímann, til að unga fólkið fíli kappann betur. Þar er af nógu að taka.

Kvæðið um rjúpuna (Óhræsið) er tilfinningaklám síns tíma og tilvalið að fara með það fyrir harðskeytta rjúpnaveiðimenn sem borga tugi þúsunda til að geta borið fram fuglaket með moldarbragði á aðfangadagskvöld. Þetta vissi Jónas Hallgrímsson ekki en hefði hann verið meðal vor í dag, hefði hann kveðið svona um rjúpuna Britney og óhræsis ljósmyndarana sem elta hana á röndum.

Ein er oss um stundir
Íslendingum kær
út um allar grundir
oft með berar tær
Brýst í brókarleysi
Britney úti á götum
kaupir eins og kreisí
kókaín í fötum.

Valir eru á veiðum
voka fréttamenn
lyfta linsum breiðum
leita bráðar enn
ota augum skjótum
undir pilsin fara
-víða á völtum fótum
vappa milli bara.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.