Framboð á viðtölum

Ég kaus 22 á stjórnlagaþing í gær. Ég var snemma kominn með 15 á lista og svo las ég blaðið sem hingað var borið um daginn. Þetta dugði mér. Fyrir vikið þarf ég ekki að hlusta á þessa dagskrá sem minnir á jólakveðjulanglokuna ógurlegu. Ef RÚV hefði tekið við sér á skikkanlegum tíma hefði mátt dreifa þessu á nokkrar vikur. En þegar seint er í rassinn gripið, getur ekki farið vel.

„Viðtölunum verður öllum útvarpað á Rás 1. Haldið verður áfram að senda viðtölin út í dag frá klukkan níu til tólf, tvö til fjögur og sjö til miðnættis í kvöld. Á morgun verða útsendingatímar þeir sömu og í dag. Á fimmtudaginn verða viðtölin send út á sömu tímum um morguninn og síðdegis en ekki um kvöldið.“

Vel má vera að ég sé svo neikvæður að sjá ekki kostina við þetta. En hvernig í ósköpunum dettur einhverjum í hug að þjóðin sitji límd við útvarpstækið tvo daga í röð og hlusti? Þetta er verra en að horfa á málningu þorna.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Framboð á viðtölum

  1. Mér finnst þetta skila sér betur en ég átti von á. Reyndar hlusta ég bara á þetta á netinu. Ég hef verið spenntur fyrir nokkrum óþekktum frambjóðendum og mér finnst það hjálpa mér með valið að heyra hvernig þau koma fyrir sig orði við þessar aðstæður. Fulltrúar á þinginu munu þurfa að geta tjáð sig í mæltu máli í sínum störfum.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s