Viðkvæmir sálfræðinemar

Stóra sálfræðinemamálið sem DV hefur skemmt sér yfir undanfarna daga, gefur tilefni til upprifjunar:

Það að sjá nemanda með fartölvu fyrir framan sig í tíma gefur mér fyrst og fremst skilaboðin “ég hef ekkert sérlega mikinn áhuga á námsefninu og ætla að hafa hugann við annað í tímanum”

Hér er vitnað í ummæli háskólakennara fyrir tveimur árum við færsluna Dýrasta stílabókin. Ég er enn sömu skoðunar og þá og þótt sálfræðinemar hafi grenjað undan hreinskilnum ummælum kennarans á fésbókinni, breytir það engu. Hér er tilvalið að hafa verklega æfingu í áfallahjálp. Þeir sem þurfa ekki huggun, geta verið áfram á fésbókinni.

Auglýsingar

4 athugasemdir við “Viðkvæmir sálfræðinemar

  1. Hjálp, ætlarðu að láta reka mig með því að rifja þetta upp? Nú þorir maður ekki fyrir sitt litla líf að vera hreinskilinn eða segja hið augljósa. Eða jú, annars. Það er kannski eitthvert þegjandi samkomulag í sálfræðinni um að kennararnir þykist vera heimskari og rænulausari en gengur og gerist en ég vil ekki kannast við neitt slíkt samkomulag af mínum bæ. Ég kíkti á það sem birt var af þessum Facebook-færslum og fékk ekki séð að neitt væri sagt þar sem ekki blasti við hverjum þeim sem sjá vildi.

  2. Myndbandið er snilld. Ég held að öll myndskeið úr kennslustundum hafi tengst fésbókarnotkun. Á þúskjánum stendur reyndar:
    Adding comments has been disabled for this video.
    Fyndið.

  3. Já, sé sálfræðinemum annt um orðstír sinn ættu þeir kannski að byrja á því að huga að hvernig þeir presentera sig í eigin myndböndum…nei, ég segi bara svona.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s