Farsíminn og þarfagreiningin

Ég týndi farsímanum um helgina og af því að ég finn aldrei neitt nema með hjálp, afskrifaði ég kvikindið og fór að íhuga símakaup. (Hér er pláss fyrir klisju um ófundvísa karlmenn, en ég læt grunnhyggna pistlahöfunda um það). Til að gera langa sögu stutta, þá fannst farsíminn í gærkvöldi og kom í ljós hve lítið hann er notaður. Ég hringi sjaldan úr honum og flestir hringja í kontórsímann eða senda mér tölvuskeyti, Gmail-boð eða Fésbókarboð. Þótt ég hafi horft löngunaraugum á nýjasta símann frá þekktu finnsku fyrirtæki, sem kostar 86 þúsund, er það nógu dýrt dót til að þarfagreiningin samþykkir það aldrei.

Hitt kom svo í ljós í morgun þegar ég ætlaði að sýna kontórfélögum mínum símann á netinu, að hann er víða uppseldur. Annað hvort eru aðrir þurftafrekari en ég eða tíma að eyða svona hárri upphæð í leikfang fyrir fullorðið fólk. Svo var kaupæðið líka runnið af mér, enda nærtækara að uppfylla þarfir um rúgbrauð og ost með hádegisvatninu.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s