Lausn á fituvanda þjóðarinnar

Íslands óhamingju verður margt að vopni. Nýjasta ólán okkar er fitan sem sest á þjóðarbúkinn í ríkum mæli og hefur komið okkur í hóp feitustu þjóða heims. Þetta er í raun ekkert skrítið því hin meinta bókaþjóð, eins og við erum kölluð fyrir jólin, er í raun matreiðslubókaþjóð, ef marka má sölulista helstu bókaverslana. Við lifum til að borða.
Þar sem ofþyngd miðast við kjörþyngd sem vísir menn hafa reiknað út, er ljóst að lausnin er að hækka kjörþyngd fólks. Ég sé fyrir mér að metnaðarfullur og baráttuglaður þingmaður á vinsældaveiðum, leggi fram frumvarp um 20% hækkun á kjörþyngd þjóðarinnar. Þar með fækkar í flokki feitra, þungra, ofþungra og spikfeitra og við verðum aftur létt og hamingjusöm með matreiðslubækurnar okkar og transfituna.

Jafnvel mætti ganga enn lengra og leggja til þessa skilgreiningu, sem ég hef lengi stuðst við með góðum árangri: Kjörþyngd er sú þyngd sem maður hefur kjörið sér að vera í hverju sinni.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Lausn á fituvanda þjóðarinnar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s