Textun RÚV í beinni útsendingu

Í gærkvöldi var gerð tilraun til að texta viðtal við Lee Buchkeit lögmann, í beinni útsendingu. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni í Efstaleiti og tengist gömlu baráttumáli mínu sem er skjátextun fréttatímans. Nýlegar óformlegar rannsóknir herma nefnilega að heyrnarlausir hafi áhuga á fleiru en fréttum sem snerta þá beinlínis.(sic)

Textun í beinni útsendingu hefur tíðkast á systurstöðvum RÚV í Noregi og Svíþjóð og eru þá jafnan 2 vanir hraðritarar, sem slá jafnharðan inn helstu atriði viðtals/frétta á borða neðst á skjánum. Ef þarf að þýða, bætast fleiri í hópinn.

Á RÚV er einn fréttaþýðandi á vakt hverju sinni. Ef mjög mikið er að gera, er aukaþýðandi kallaður út. Ég veit ekki hver var á vakt í gærkvöldi en öfunda hann ekki af þessu hlutskipti, enda var útkoman ekki góð. Það var ekki honum að kenna, heldur skilningsleysi yfirmanna á starfi fréttaþýðandans og þeim aðstæðum sem honum eru búnar.
Einn maður fær það verkefni að hlusta, þýða, slá inn texta, helst samþjappaðan og hnitmiðaðan og senda hann út. Það þarf ekki gripsvit til að sjá að þetta er ógerlegt og hefði strax verið til bóta ef fréttamenn hefðu setið við hlið þýðandans og aðstoðað. Þá hefði þetta strax orðið betra, jafnvel áhorfendum bjóðandi.

Ég vona að fréttastofan reyni aftur að texta frétt eða viðtal í beinni útsendingu og þá með sameiginlegu átaki fréttamanna og þýðanda. Þetta er ekki flókið.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Textun RÚV í beinni útsendingu

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s