Jólasveinn með bleyju

Við barnabörnin fórum á jólafagnað síðdegis í gær þar sem boðið var upp á heitt súkkulaði og smákökur og síðan skoðuðum við leikfangasafnið á staðnum meðan beðið var eftir jólasveininum. Hann mætti stundvíslega, digur og skeggjaður í mórauðri peysu, reyrður undir kvið og með dverggítar í stórum krumlunum. Svo var sungið og spilað og söngelsk barnabörnin kunnu flesta texta og tóku vel undir. Yngsti var fyrst smeykur við sveinka og volaði örlítið en þegar hann fékkst til að virða karlinn fyrir sér, tók hann eftir gjörðinni sem var hert undir kvið. „Jólasveinninn er með bleyju.“ sagði yngsti og hýrnaði yfir honum. Við þetta hvarf hræðslan og hann söng með eftir bestu getu og þáði sætindi úr poka sveins.
Á heimleiðinni varð okkur tíðrætt um raunsæjan dreng sem þarna var til svæðis og harðneitaði tilvist jólasveina, kvað þá vera leiðinlega og í ljótum búningum. Foreldrar hans reyndu að sussa á hann, en gekk það misjafnlega. Miðbarnið sagði að þetta gæti spillt fyrir litlu börnunum, sem tryðu á jólasveininn og elsta sagði að maður yrði að hafa hugmyndaflug. Annars væri þetta ekki gaman.
Að þessum umræðum loknum var nógur tími til að syngja fyrir Harrison Ford. (Afabíllinn). Hann kann vel að meta blandaðan barnakór í aftursæti.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Jólasveinn með bleyju

  1. Á jólaballi í Síðuskóla í gær tóku stúlkur úr 10. bekk að sér að leika jólasveina. Glöggur nemandi í 2. bekk tók eftir að ekki var allt með felldu og mælti: ,,Þeir eru ekki alvöru. Þeir eru með brjóst!“

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.