Að vera búinn að öllu

er desemberklisjan á hverju ári og heyrist aðallega í fjölmiðlafólki sem hefur skapað sér einhvern heim sem alþýða manna kannast ekki við. Í þessum heimi eru sautján sortir, hreingerning frá gólfi til rjáfurs í öllum herbergjum, jólaföndur, jólaskemmtanir, jóla þetta og jóla hitt, því allt mögulegt þarf endilega að gerast í desember og síðan er klifað á streitu og þreytu sem allir eiga víst að þjást af. Undirleikur í þessari músarholumynd er síbylja jólalaga „sem fólkið vill heyra.“ Þeir sem eru svo óheppnir að eiga svona tilveru, eiga samúð mína óskipta. En þeir eru örugglega fáir.

Fyrir rúmum aldarfjórðungi stóð þannig á skrefi í minni fjölskyldu að jólaundirbúningur hófst daginn fyrir Þorláksmessu. Fram að þeim tíma hafði ekkert verið gert annað en að koma við í búð og kaupa gjafir handa börnum og tveimur fullorðnum. Smákökubakstur tók tvo tíma. Skrautinu var fleygt upp og matseldin undirbúin. Upp úr hádegi á Þorláki vorum við búin að öllu.
Þetta eru góð jól í minningunni. Streitulaus og þreytulaus því ekki vannst tími til að koma sér upp taugaspennu og úrvindu. Síðan hef ég reynt að hafa mín hugarjól svona. Það hefur gengið ágætlega.

Aðalumhugsunarefnið núna er hvort maður eigi að klósnyrta köttinn. Plokkun og litun kemur víst ekki til greina.

Auglýsingar

Ein athugasemd við “Að vera búinn að öllu

  1. Mín jól í ár verða u.þ.b. eins og þú lýsir, þarna fyrir aldarfjórðungi. Er ekki „búin“ að neinu og geri bara það sem ég nenni og má vera að, á síðustu stundu.

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s