Jólakúkur kapítalsins

Í liðinni viku óku flutningabílar frá Vífilfelli um nokkur úthverfi Hafnarfjarðar, skreyttir í bak og fyrir, til að fólk gæti fallið fram og tilbeðið þá í dýrð sinni. Þessi auglýsingamennska hefur þótt ákaflega jólaleg að sumra mati og hamast fjölmiðlar við að vekja athygli á uppátækinu, sjálfsagt gegn sanngjörnu gjaldi. En þeir fimmtán sem ákváðu að ganga á undan bílalestinni niður Skólavörðustíg, voru ekki í sama jólaskapi og kókveldið. Frá því segir í frétt á Pressunni.
Þar vakti einkum þessi setning athygli mína:

„Þá fór það sérstaklega fyrir fólki með börn sem komu í þeim eina tilgangi að sjá jólalestina aka niður strætin í allri sinni dýrð….“

Ekki fetti ég fingur út í það sem fullorðið fólk gerir sér til skemmtunar, en að draga börn niður í miðborg Reykjavíkur til að horfa á gosdrykkjaflutningabíla aka um göturnar jafngildir hundraðogelleftu meðferðinni og ber vitni um lægra greindarstig en nemur númeri á háhæluðum fjallgönguskóm.

Unnendur South Park þáttanna kannast eflaust við þennan jólalega náunga sem hér situr í hægindastól.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.