Orð fyrir fátæka

Nú er ákaflega vinsælt að skera niður. Mitt framlag er niðurskurður á orðum. Til hvers að nota fjölbreytt og oft á tíðum torskilið mál þegar hægt er að sleppa með rúmlega 200 orða forða? Þar er auðveldast að skera niður tilfinningaorð.

drulla upp á bak er vinsælt orðtak. Gúgull frændi tilgreinir 30.800 tilfelli. Einhvern tíma hefði nægt að tala um mistök, yfirsjón, jafnvel brot á lögum, vanrækslu, sauðshátt, ruddaskap, siðblindu, almenn rangindi og svo mætti lengi telja. Nú er mjög vinsælt að drulla upp á bak við öll hugsanleg tækifæri.
Einnig má nota þetta um smábörn og gamalmenni sem hafa ekki stjórn á hægðum sínum. Ekki þarf að tilfæra dæmi.
Að missa þvag tengist hrifningu eða ánægju. Fólk missir þvag af ánægju með góðan mat, bækur, kvikmyndir og fleira. Þetta má nota við flest tækifæri. Dæmi: Hamborgarinn var svo góður að ég missti þvag.
Ef maður temur sér að nota til skiptis æðislegt og geðveikt um allt mögulegt, næst fram mikill sparnaður.

Auglýsingar

2 athugasemdir við “Orð fyrir fátæka

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.