Skilaboð til Fréttablaðsmannsins

„Allt efni á þessari síðu er verndað af ákvæðum höfundalaga. Sérhver eintakagerð eða dreifing þess (t.d. í prentmiðlum) er óheimil nema til komi samningur við höfund eða rétthafa höfundarréttar. Notkun sem brýtur í bága við lög eða samninga getur haft bóta- og refsiábyrgð í för með sér.“

Þessi feitletraða klausa stendur neðst á bloggsíðu minni. Hún var sett eftir að mér þótti nóg um afritanir af henni hist og her, alltaf án samráðs og leyfis, og oftast án þess að höfundar væri getið.
Þrátt fyrir þetta ákvæði hafa þessi færsla og þessi birst á innsíðum Fréttablaðsins í desembermánuði, án samráðs við höfund. Eftir fyrra tilvikið skrifaði ég ritstjórn Fréttablaðsins bréf og fól í því reikning með hóflegu gjaldi fyrir birtingu. Bréfið átti einnig að vera vinsamleg ábending um að gæta þeirrar lágmarkskurteisi að virða höfundarréttarákvæðið. Við þessu bréfi hefur enn ekkert svar borist, enda er ég bara tuðari í Hafnarfirði og get sjálfsagt haldið áfram að éta það sem úti frýs.

Ég nenni ekki að skrifa annað bréf sem verður líka hunsað. Ég útbý frekar annan reikning og set í innheimtu ásamt hinum. Enn er hægt að leysa þetta á friðsamlegan hátt. Ég hef engan sérstakan áhuga á því að sjá Fréttablaðinu fyrir ókeypis efni og alls ekki efni sem er tekið á þennan hátt.
Þar sem viðkomandi blaðamaður Fréttablaðsins sem sér um að hirða efni af Netinu, les þessa síðu, er þessi pistill birtur hér. Á bloggsíðu minni eru allar upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við mig. Ég er líka í símaskránni.

Auglýsingar

Hvað viltu segja?

Please log in using one of these methods to post your comment:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s